Tuesday, March 26, 2013

Kjúklingabaka aka pizza ;)

Í matinn í kvöld skellti ég í eitt af mínu uppáhalds. Kjúklingaböku eða pizzu réttara sagt. Fékk æði fyrir þessu eftir að Saffran opnaði og ég smakkaði bökurnar þeirra. Ákvað að gera mína eigin útgáfu sem ég skelli í svona endrum og eins sérstaklega þegar ég á eins og eina kjúklingabringu sem ég þarf að láta duga fyrir okkur öll.

Í grunninn er þetta vel grófur pizzabotn, ofan á set ég pizzasósu sem ég poppa aðeins upp með hvítlauk, ítölsku kryddi og tómatpúrru, mozzarella ostur, kjúklingabringa í smáum bitum og smá hreinn rjómaostur. Þegar þetta er svo komið út úr ofninum dúndra ég á þetta fullt af rucola, ferskum rauðlauk, tómötum og drissla svo homemade hvílauksolíu út á. Algjörlega delissssh..... :)


No comments:

Post a Comment