Ákvað því, meira fyrir sjálfa mig en nokkurn annan, að henda upp þessu litla bloggi þar sem ég get dúndrað niður blaðrinu mínu, fréttum af sjálfri mér, börnunum mínum, myndum og matar- og bökunaruppskriftum sem ég hef gaman af að prófa og breyta þannig ég fíla þær betur.
Ég sjálf hef rosalega gaman af því að skoða blogg hjá öðrum og þá sérstaklega þar sem fólk er að deila myndum af sínu daglega lífi, upplýsingum um hönnun, uppskriftum og persónulegum sögum og verður þetta kannski eitthvað í þeim anda en samt bara á mínum forsendum :)
Veivei! Ánægd med þig skvísan mín!! :) :) Fylgist spennt med :)
ReplyDeleteKnús knús Sara