Tuesday, February 26, 2013

Hrökkbrauð og hummus

Það var skipulagsdagur hjá Brynju í gær þannig hún var bara heima í kósý með mér og Jökli. Við ákváðum að skella í hrökkbrauð og svo bjó ég til hummus til að hafa með úr kjúklingabaunum sem ég fann inni í frysti um daginn þegar ég var að taka til þar.
Þessa hrökkbrauðsuppskrift fékk ég hjá Þóru vinkonu, klikkað góð og sjúklega einföld. Skemmir náttúrlega alls ekki fyrir að hún er alveg ger- og sykurlaus :) Brynja sá bara að mestu um þetta og var ég meira svona bara á kantinum og hafði yfirumsjón með því sem fram fór.

Brynja bakari
  
 Ready fyrir ofninn

Hummusinn er líka mjög einfaldur og mjög bragðgóður. Alls ekki olíumikill eins og mér finnst svo oft einkenna hummus og varð áferðin bara einhvernveginn fullkomin.

Hér er uppskrift af hrökkbrauðinu:

5 dl af einhverjum fræjum, ég notaði hörfræ, sólblómafræ og sesamfræ
3,5 dl hveiti/heilhveiti/spelt, ég notaði grófmalað spelt og smá heilhveiti
1 tsk salt
1 dl olía
2 dl vatn
 
Öllu blandað saman og flatt út á 2 plötur. Best er að nota bara fingurna við það því þetta er vel blautt, skera svo í sneiðar og inn í 200 gr. heitan ofn í 12-15 mín.

Og hér er uppskrift af hummusnum:

2 bollar soðnar kjúklingabaunir, allt í lagi að nota baunir úr dós, t.d. frá Sollu
5 msk Tahini
1 tsk gróft sjávarsalt
Kreistur safi úr einni sítrónu, ég notaði limesafa því ég átti ekki sítrónu
3-4 hvítlauksgeirar 
3 msk olía
1/4 bolli vatn, má vera meira eða minna bara eftir því hversu þykkur hummusinn á að vera
 
Öllu skellt í blenderinn og blandað saman þangað til áferðin er mjúk og flott. Hægt er svo að bæta smá vatni saman við ef þetta er of þykkt. 

 Hrökkbrauðið tilbúið og hummusinn líka, algjörlegt delish!

Mega einfalt, hrikalega gott og fínn biti í millimál :)



No comments:

Post a Comment