Undanfarnar vikur hef ég samt verið að skoða brúðarkjóla á netinu til að fá hugmyndir um hvernig kjól ég myndi vilja klæðast á stóra deginum. Er ekki hrifin af þessum týpísku kjólum sem eru voða í tísku hér á landi, þ.e. þessir hlýralausu með A sniði en samkvæmt spekingum eiga þeir hins vegar að klæða íturvaxnar konur með breiðar axlir og stór brjóst, flokkur sem ég klárlega fell undir. Er hinsvegar þó nokkuð viss um að fitubollan ég verði ekki neitt voða hipp og kúl í þannig kjól.
Eftir að hafa verið að vafra um á netinu í þó nokkurn tíma er ég búin að finna þrjá kjóla sem ég stoppa alltaf við. Allir rosalega flottir en mjög ólíkir. Er samt klárlega ekki að fara að setja inn mynd af þeim hér. Er hins vegar búin að detta inn á alveg brjálæðislega ljóta kjóla sem ég bara verð að pósta myndum af.
Dúdda mía skoh!
Hvað er að frétta með allt dúlleríið?
Ekkert snið og hvað er málið með slaufuna?
Hef aldrei skilið þetta mermaid snið, finnst þetta ekki fara neinni konu, sama hvernig hún er í vextinum!
Hlakka til þegar ég fer á stúfana að máta og gera þetta af alvöru en ekki bara pæla í þessu :)
Ohh svo gaman að pæla í kjólum - ég renndi reyndar fyrst mjög hratt yfir bloggið og fór að skoða kjólana og var alveg..........jáhhh er hún alveg í alvöru að spá í þessum kjólum!!!!!!! Var mjög fegin þegar ég las bloggið aðeins betur yfir aftur :D
ReplyDeleteBtw. Er mjög sátt með þetta blaður í þér!!!
kv. Sigga frænka.
Hahaha ónei þetta eru sko EKKI kjólar að mínu skapi!!!
ReplyDeleteAhahaha! Dásamlega ljótir!! Hvad er málid med þetta fáránlega dúllerí!! Og þessi slaufa ómæ ómæææ!
ReplyDeleteOh öfunda þig ad vera í svona pælingum! Langar svoooooo....
Knúsiknús
Sara