En þegar staðan er svona þá er bara eitt að gera og það er að ráðast á herbergið hennar Brynju og græja og gera. Ég hef svolítið verið að færa rúmið hennar fram og tilbaka og skipulagt restina eftir því en hún var með lága upphækkun á rúmið sitt sem er frá Flexa sem gerði það að verkum að undir því skapaðist smá leikpláss sem er fínt þar sem herbergið hennar er svo lítið. Flexa rúmin eru rosalega sniðug og hægt að kaupa allskonar aukahluti sem hægt er að poppa rúmin skemmtilega upp. Sjá hér.
Að undanförnu hefur mér reyndar fundist þetta fína leikpláss vera meira bara draslarageymsla og hefur þessi upphækkun það í för með sér að það er einungis hægt að hafa rúmið á einum stað í herberginu. Þegar barnið tók svo upp á því að handleggsbrotna um daginn þá ákvað ég að nú væri sniðugt að nýta tækifærið og lækka rúmið niður og auðvelda henni það að koma sér upp í rúm á kvöldin. Ekki skemmdi það svo fyrir að ég fékk að breyta og græja og gera. Við mæðgur ákváðum að skipta út gardínum í leiðinni sem voru með mynd af Bangsímon á sem verður að segjast að er orðið aðeins of barnalegt fyrir skvísu sem er að verða 7 ára á árinu. Við fórum því í Ikea og skoðuðum efni og keyptum skemmtilegt efni sem ég saumaði gardínur úr. Efnið kostaði samtals 2600 kall. Við ákváðum svo að kaupa einhverja sæta púða til að hafa í rúminu hennar og keyptum fjögur stykki í Rúmfatalagernum og púðaver með. Samtals á 2700 kr. Við ákváðum svo að skipta út bastkörfunum sem dótið hennar var í og keyptum fjóra Dröna kassa í Ikea. Samtals á 3980 kr. Þá var bara eftir að kaupa fallegt rúmteppi en við fundum ekkert sem okkur fannst henta. Þá kom mamma okkur til bjargar með gamalt rúmteppi sem hún ætlaði að setja í nytjagám. Ég tók það og minnkað og fékk Brynja annan helminginn til að nota sem rúmteppi en hundurinn fékk restina til að nota sem bæli inni í búri og er hann núna eins og kóngurinn í ríki sínu á vínrauðu þykku vatteruðu rúmteppi!
Við erum rosa ánægðar með breytinguna og nú er bara spurning hversu lengi við höldum okkur við þetta áður en mamman fer að klægja í fingurna aftur að snúa öllu við ;)
Fyrir
Eftir
No comments:
Post a Comment