Tuesday, March 5, 2013

Akureyri

Þvílík dýrðarinnar helgi að baki. Við Jói skruppum til Akureyrar yfir helgina í barnlausa afslöppunarferð en það hefur held ég bara aldrei gerst að við höfum farið eitthvað barnlaus yfir nótt og notið þess að vera bara við tvö ein kærustuparið. Gistum á Hótel Kea í tvær nætur og vorum á bílaleigubíl frá Hertz sem Jói vann í happdrætti á jólahlaðborðinu sem hann fór á með vinnunni.

Fyrsta næturpössunin hans Jökuls var ekki ein heldur tvær nætur og mömmuhjartað pínu stressað með það en eftir að hafa heyrt í mömmu á laugardagsmorgninum og heyrt hversu góður hann var yfir nóttina þá varð ég ennþá afslappaðri. Brynja var líka algjört ljós og það auðveldaði okkur foreldrunum lífið að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að börnin væru að gera ömmu sína og afa vitlaus ;)

Helgin var æði í alla staði. Hótelið æði og morgunmaturinn mjög vel útilátinn. Veðrið gott og félagsskapurinn að sjálfsögðu bestur í heimi. Við nutum þess að sofa út, rölta um bæinn, fara í sund, út að borða, lögðum okkur meirað segja um miðjan dag, fengum okkur í glas, fórum í bíó, á barinn, á kaffihús, bíltúr og nutum þess að vera saman og spjalla saman um heima og geima.

Bílaleigubíllinn, ofsa næs!

 Herbergið okkar

 Morgunmatur

 Sæti minn í morgunmatnum

 Í göngutúr um bæinn

 Við Pollinn

 Jóinn alveg með pósurnar á hreinu

Á leiðinni út að borða á laugardagskvöldið

 Úti að borða á Bautanum á laugardagskvöldinu

Þetta er eitthvað sem við ætlum að gera aftur og þurfum að gera reglulega held ég bara til að hlaða batteríin því við komum endurnærð tilbaka. Nú er bara að vera duglegur að skoða spennandi hópkaupstilboð og skella sér á eitthað spennandi þegar þar að kemur.
Það var samt ofsa gott að koma heim og knúsa skrímslin og ákvað Jökull að vera ekkert að tvínóna við hlutina á meðan við skruppum út úr bænum því hann byrjaði að skríða á fullu og gengur núna undir nafninu Skriðjökull :)

No comments:

Post a Comment