Friday, February 15, 2013

Kjúllasalat

Jói var ekki í mat í kvöld og þegar svo er nenni ég voða sjaldan að elda bara fyrir mig og Brynju. Jökull er ennþá bara í grænmetismauki og graut og svona smakki hingað og þangað þannig það er alltaf eitthvað til fyrir hann. Ég ákvað því í dag að taka kjúllabringu út úr frystinum og gera eitthvað skemmtilegt úr henni fyrir okkur Brynju í kvöldmat. Úr varð þetta fína kjúklingasalat og notaði ég bara það sem ég átti í ísskápnum og upp í skáp. Það sem ég elska við kjúklingasalat er hvað það er hægt að hafa það fjölbreytt. Hef aldrei gert nákvæmlega þessa samsetningu áður en hún var rosa góð.

Hér kemur það sem ég notaði:

Kjúklingurinn skorinn í bita, kryddaður með kjúklingakryddi og grillaður í George Forman grillinu
Iceberg rifið niður
Rauð paprika í bitum
Tómatar í bátum
Pink Lady epli skorið afhýtt og skorið í bita
Döðlur skornar í tvennt
Ristaðar ósalataðar kasjúhnetur
Smá fetaostur

Ég vil helst enga sósu á svona salat og það var skemmtilega öðruvísi að hafa bæði epli og döðlur og var það skemmtilegur contrast á móti sterka kjúklingakryddinu sem ég notaði á kjúklingabringuna :)

No comments:

Post a Comment