Thursday, February 21, 2013

Banana- og döðlubrauð

Að baka er með því skemmtilegasta sem ég geri. Hvort sem það eru kökur eða brauðmeti þá finnst mér fátt skemmtilegra en að skoða spennandi uppskriftir og prófa þær og jafnvel breyta eftir mínu höfði. Ekki verra líka ef maður getur breytt þeim og gert þær hollari :) Fékk rosalega gott banana- og döðlubrauð um daginn sem ég ákvað að testa hérna heima. Oft eru bananabrauð stútfull af sykri en ekki þetta. Bananarnir og döðlurnar sjá alveg um að sæta brauðið. Ein svona sneið slær algjörlega á alla sykurþörf og finnst mér það best beint úr ofninum með smá smjöri og osti. Mitt brauð varð aðeins of blautt í sér þannig ég held ég minnki ab mjólkina næst og lengi jafnvel bökunartímann enn meir en ég gerði. Við Jökull fengum okkur smakk og hann elskaði þetta. Restin var svo skorin í sneiðar og sett inn í frysti og því auðvelt að grípa í eina og eina sneið þegar manni langar í eitthvað smá sætt :)

Hérna er uppskriftin:

4 vel þroskaðir bananar, stappaðir
20 döðlur, saxaðar, ég klippi þær bara niður með skærum þar sem mér leiðist ógurlega að saxa döðlur
4 msk kókosflögur, ég notaði kókosmjöl því ég átti ekki flögurnar til
4 msk haframjöl
12 msk gróft spelti
4 tsk kókosolía eða önnur olía
2 tsk vínsteinslyftiduft eða matarsódi
1-2 msk ab mjólk, má líka nota vatn
Pínu salt

Öllu blandað saman í skál og sett í aflangt brauðform. Athugið að deigið er mjög blautt. Bakað við 180 gráður, án blásturs í 24 mínútur (ég nánast tvöfaldaði tímann - fer eflaust eftir ofnum hversu lengi best er að baka þetta) t.d muffinsform eða með matskeið á bökunarpappír, gott að búa til hring af bollum. Þetta eru svona 4-6 bollur. Má líka tvöfalda uppskriftina og búa til brauð, þá er best að baka þetta í 40 min. 180 gráður án blásturs í 24 mín.
Enjoy :)

No comments:

Post a Comment