Prófaði uppskriftina sem ég nefndi um daginn sem ég fékk frá Hörpu vinkonu. Hún var alveg hrikalega góð og pabbi sem var yfirsmakkari fannst hún betri sem og okkur hinum. Hefði samt þurft að minnka saltmagnið sem gefið er upp í uppskriftinni en það var of mikið. Kakan var mjúk að innan en rosa krönsí ofan á og með svona pínu karamellukeim. Alveg mega góð með þeyttum rjóma.
Hérna kemur uppskriftin:
- 4 epli
- 1 tsk kanil
- 100 gr smjör
- 2,5 dl sykur
- 150 gr hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 2 tsk vanillusykur
- 1,5 tsk salt
- 1 egg, upphrært
Hitið ofninn í 200° og smyrjið bökuform með smjöri. Afhýðið eplin og
fjarlægið kjarnana. Skerið eplin í þunnar sneiðar og leggið í
bökuformið. Stráið kanil yfir.
Bræðið smjörið og látið það kólna. Blandið þurrefnunum saman í skál.
Hrærið eggið upp með gaffli eða vispi. Blandið smjöri og eggi saman við
þurrefnin. Breiðið deigin yfir eplin og stráið smá kanil yfir. Bakið í
neðri hlutanum á ofninum í 40 mínútur. Berið fram með ís eða rjóma.
No comments:
Post a Comment