Var að enda við að klára húfu á Jökul. Varð rosalega skotin í húfu sem ein góð vinkona mín prjónaði fyrir einn prins og ég ákvað að herma. Notaði sömu litina og eru í flísgallanum hans því ég elska þá saman, súkkulaðibrúnan og túrkisbláan. Er samt ennþá að gera upp við mig hvort ég eigi að gera fyrir eyrun og band eða kannski bara band. Tek ákvörðun þegar ég er búin að máta húfuna á Jökul. Finnst svolítið gróft að fara að vekja sofandi veikan prins bara af því mig langar til að máta á hann húfu þannig óþolinmóða ég verð bara að bíða.
Hérna er afraksturinn :)
Hérna er svo uppskriftin:
http://northernpurlygirl.blogspot.com/2011/11/garter-ribbing-my-baby-hat.html
Öppdeit: Ákvað að gera fyrir eyrun og bönd á húfuna og kláraði hana í hádeginu í dag 19. febrúar. Hérna er svo prinsinn með húfuna, bara ágætlega sáttur með þetta :)
No comments:
Post a Comment