Lengi vel hef ég verið of þung og hef ég prófað ýmislegt í gegnum tíðina til að minnka bumbuna. Ég er soldið þannig að ég verð að sjá árangur sem fyrst til að nenna að halda því áfram sem ég er að gera. Ég hef lagt mikið upp úr hollum mat hérna heima við, ávöxtum, grænmeti, mjólkurvörum án viðbæts sykurs og svo framvegis, leyft mér smá óhollustu um helgar og þessháttar en þrátt fyrir það hefur lítið sem ekkert gerst á vigtinni, ekki það að kíló skipti öllu.
Allavega ákvað ég að prófa það nýjasta nýtt sem virðist vera að tröllríða landanum þessa dagana sem er LKL eða lágkolvetna lífsstíll. Eftir tvær, þrjár vikur af því að lesa mér til um þennan lífsstíl og kynna mér hann vel og að Jói kom heim með bókina hans Gunnars Más ákvað ég að skella mér í fjörið og oh boj oh boj. Eftir eina viku fóru hátt í 2 kg, ég er aldrei svöng, borða bragðgóðan og skemmtilegan mat og leik mér af því að búa til allskonar gúmmelaði í eldhúsinu. Bókin er æði, með fullt af skemmtilegum uppskriftum og full af fróðleik. Ég skoða líka töluvert bloggið hennar Maríu Kristu og fæ inspiration af bragðgóðum og skemmtilegum mat :)
Eins og staðan er núna finnst mér þetta æði og ætla að halda ótrauð áfram :) Mæli með þessu fyrir þá sem vilja prófa :)