Friday, April 12, 2013

Eplakaka

Síðan Jökull fæddist hef ég verið í litlum mömmuhóp með góðri vinkonu og fleirum sem við köllum krúttmúttur. Við höfum verið að hittast einu sinni í viku og skiptumst á að bjóða heim í morgunkaffi og spjall. Þó að Jökull sé byrjaður hjá dagmömmu þá hef ég reynt að ná einstaka hitting og fyrst hann átti tíma í 10 mánaða skoðun í gærmorgun ákvað ég að nýta tækifærið og bjóða þeim svo heim í kjölfarið og leyfa litla dekurdýrinu að fá frí hjá dagmömmunnum og vera heima í kósý og dekri hjá mér :)

Ég hef lengi verið að leita að hinni fullkomnu eplaköku en ekki fundið enn. Góð eplakaka með þeyttum rjóma eða ís er alveg delish! Ákvað að prófa eina uppskrift í gær fyrir stelpurnar sem var góð en ekki nógu góð. Fékk svo senda uppskrift frá einni krúttmúttunni í gær af köku sem ég smakkaði hjá henni og var allt sem góð eplakaka, að mínu mati, á að vera; mjúk, með fullt af eplum, krönsí að ofan og með fullt af kanil. Hlakka til að prófa hana :p Læt vita hvernig heppnast :)